Innlent

„Starfsfólk ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því virðing að vera Alþingismaður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir minnist þeirra tíma þegar starfsfólk þingsins bara báru meiri virðingu fyrir Alþingismönnum.
Vigdís Hauksdóttir minnist þeirra tíma þegar starfsfólk þingsins bara báru meiri virðingu fyrir Alþingismönnum. vísir/daníel
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, minnist þeirra tíma þegar starfsmenn þingsins báru meiri virðingu fyrir Alþingismönnum í ítarlegu viðtali við Monitor.

„Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður,“ segir Vigdís.

Vigdís segir að umgjörðin og andrúmsloftið sé orðin allt öðruvísi.

„Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast,“ segir Vigdís í viðtalinu við Monitor.

Vigdísi þykir það leiðinlegt að gamlar og góðar hefðir hafi ekki skilað sér í nútímann.

„Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×