SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

„Snýst eingöngu um réttlćti”

 
Erlent
21:56 12. FEBRÚAR 2016

Reinhold Hanning var við skyldustörf í Auschwitz á árunum nítján hundruð fjörutíu og þrjú til fjörutíu og fjögur. Á þessu tímabili voru nokkur hundruð þúsund fangar teknir af lífi. Hanning er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að myrða að minnsta kosti 170.000 fanga.

Hanning gengst við þvi að hafa verið liðsmaður í SS-sveit þýska Nasistaflokksins og fangavörður í hinum alræmdu útrýmingarbúðum Nasista í Póllandi. Hann þvertekur þó fyrir að hafa borið ábyrgð áódæðisverkum Nasista í búðunum.

Það eru einungis nokkur ár síðan sækjendur í málum sem þessum þurftu að framvísa sönnunargögnum um að ákærði hefði tekið virkan þátt í útrýmingum í búðunum. Það breytist árið 2011 þegar dómari úrskurðaði að starf fangavarðar Nasista í útrýmingarbúðum jafngilti sjálfkrafa þátttöku í fjöldamorðunum.

Nokkrir eftirlifendur helfararinnar hafa verið viðstaddir réttarhöldin.

„Fyrir mér snýst þetta eingöngu um réttlæti. Ég vil að þessi maður, sem hér er ákærður, segi sannleikann. Ég heimsæki skóla og segi sögur af því sem raunverulega gerðist þarna. Hann ætti líka að geraþað,“ sagði Leon Schwarzbaum, einn eftirlifenda úr Auschwitz.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / „Snýst eingöngu um réttlćti”
Fara efst