Innlent

„Skýr skilaboð til íslenskra dómstóla“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
„Þetta eru frábærar fréttir og ég ákvað að vonast eftir nákvæmlega þessu,“ segir Erla Hlynsdóttir í samtali við fréttastofu 365. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningafrelsi þegar Hæstiréttur dæmdi blaðakonuna Erlu Hlynsdóttur til að greiða eiginkonu Guðmundar Jónssonar, kenndum við Byrgið, bætur fyrir ummæli sem höfð voru eftir viðmælanda í frétt sem hún skrifaði árið 2007.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erlu er dæmt í hag á þessum vettvangi.

„Það gerir þetta eiginlega enn skemmtilegra og það er þriðja málið sem er úti enn og á eftir að dæma í.“ Ekki liggur þó fyrir hvenær þriðja málið verður tekið fyrir, en Erla segist vera mjög bjartsýn.

„Það er búið að vera ótrúlega mikið síðustu ár af stórundarlegum meiðyrðarmálum. Í fyrsta lagi að málin séu höfðuð yfirleitt og síðan hvernig dæmt er í þeim. Þetta er einhver undarleg tíska sem er búin að vera hjá fólki og líka hjá dómstólum. Ég held að íslenskir dómstólar þurfi svo sannarlega að fara að endurskoða hvernig þeir dæma,“ segir Erla.

Hún segir þetta vera skýr skilaboð til íslenskra dómsdóla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×