Lífið

„Skylduáhorf - sérstaklega ef þú ert rasisti“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þriðji þáttur af Hreinum Skildi var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en meðal leikara í þættinum voru Sveppi, Davíð Guðbrandsson, Pálmi Gestsson, Salka Sól, Tinna Sverrisdóttir, Birgir Ísleifur og Halli og Laddi.

„Þátturinn fjallar um fordóma og er skylduáhorf - sérstaklega ef þú ert rasisti,“ segir spéfuglinn Steindi Jr., maðurinn á bak við þættina.

Í meðfylgjandi atriði má sjá Sveppa, sem er eðla, með Hörpu, sem leikin er af Sögu Garðarsdóttur. Þau fara á stefnumót og verða fyrir fordómum.

Þrír fyrstu þættirnir af Hreinum Skildi eru komnir á VOD-leigur en þeir hafa fjallað um AA-samtökin, djammþyrsta þjóhátíðargesti sem tóku yfir Herjólf og fordóma gegn eðlufólki. Þættirnir eru alls sjö talsins og eru ávallt á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.10 á sunnudagskvöldum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×