Lífið

„Skoðaði lögheimilið sitt í fyrsta skipti“

Jakob Bjarnar skrifar
„Nú sér mig enginn!“ Tilnefningarnar streyma í stríðum straumum inn á vegg Arnar Úlfars, í fyrirsagnakeppni dagsins.
„Nú sér mig enginn!“ Tilnefningarnar streyma í stríðum straumum inn á vegg Arnar Úlfars, í fyrirsagnakeppni dagsins.
Örn Úlfar Sævarsson, sem meðal annars er þekktur af ágætri framgöngu sinni sem dómari í Gettu betur, efndi til skemmtilegrar samkeppni á Facebooksíðu sinni.

„Smá leikur: Komdu með góða fyrirsögn við þessa mynd í kommenti hér fyrir neðan. Sú fyrirsögn sem fær flest like vinnur,“ eru skilaboðin sem Örn Úlfar sendi út til vina sinna á Facebook og birtir með mynd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra þar sem hann er með apparat í andlitinu á sér. Þannig var að Nova bauð þeim sem sóttu ársfund Samtaka atvinnulífsins í gær uppá að prófa ný sýndarveruleikagleraugu Samsung Gear VR og forsætisráðherra lét sér að sjálfsögðu ekki slíkt happ úr hendi sleppa.

Viðbrögðin við samkvæmisleik Arnar Úlfars hafa ekki látið á sér standa og hafa menn keppst við að leggja fram tillögur. Örn Úlfar segir í samtali við Vísi þetta einfaldlega svo skemmtilega mynd af Sigmundi, sú hafi verið kveikjan. „Ég henti henni inn í einhverju föstudags-bríaríi. Ætlaði að skrifa eitthvað fyndið en datt ekkert í hug í fljótu bragði þannig að ég bað bara um uppástungur frá öðrum.“

Það er reyndar Örn Úlfar sem hefur fengið langflest lækin og sem stendur: „Skoðaði lögheimilið sitt í fyrsta skipti“. En, fleiri ágætar tillögur hafa litið dagsins ljós:

Hildur Ellertsdóttir: „Í Forsvari“.

Birgir Már Sigurðsson „Sýndarveruleikafirrtur“.

Sverrir Bollason: „Sigmundur Davíð setur ráðstefnu um sjóminjar í hættu“.

Olav Veigar Davíðsson: „Í eigin heimi.“

Hallgrímur Jökull Ámundason: „Fuglinn flaug fjaðralaus, tók af sér sjálfu handalaus ...“

Snorri Birgir Snorrason: „mmmmmm..... mæjónes“.

Hrannar Ingimarsson; „VeruleikaLeiðrétting“.

Ásmundur Helgason: „Nú sér mig enginn!“

Teitur Torkelsson: „Pólsk pylsa breytti hegðunarmynstri ráðherra“.

Ingimar Karl Helgason: „Róttæk rökhyggja“.

Hjalmar Gislason: „Lausn í sjónmáli“.

Magnús Guðmundsson: „SIÐBLINDUR FÆR SÝN“.

Hjálmar Hjálmarsson: „Viðrar vel til loftárása“.

Sigríður Rut Júlíusdóttir: „Ef þessi hulinshjálmur virkar ekki þá dulbý ég mig sem lukkudýr í hokkíliði“.

Sigríður Rut Júlíusdóttir: „Meanwhile in FarmVille“.

Árni Snævarr: „Allt annað líf eftir að þessi nútíma flokks-gleraugu komu á markaðinn“.

Andri Snær Magnason: „Sigmundur hafnar tengslum við Steampunk hreyfingar“.

Þetta eru fáein dæmi um tillögurnar sem beinlínis streyma inn á vegg Arnar Úlfars, og er leik hvergi nærri lokið þar á bæ.

Smá leikur: Komdu með góða fyrirsögn við þessa mynd í kommenti hér fyrir neðan. Sú fyrirsögn sem fær flest like vinnur.

Posted by Örn Úlfar Sævarsson on 17. apríl 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×