Lífið

„Skemmtilegast þegar það kviknaði í húsinu“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Herdís Anna var mjög ánægð með sýninguna og gefur henni fimm stjörnur af fimm mögulegum.
Herdís Anna var mjög ánægð með sýninguna og gefur henni fimm stjörnur af fimm mögulegum. vísir/valli
Herdís Anna Sveinsdóttir, átta ára, fór að sjá sýninguna Línu langsokk í Borgarleikhúsinu. 

Hafðir þú lesið sögur um Línu Langsokk eða séð þætti um hana í sjónvarpinu áður en þú fórst á sýninguna? Já, ég hafði horft á teiknimyndir og bíómyndir um Línu og hafði lesið nokkrar bækur um hana.

Hvernig fannst þér sýningin vera í samanburði við það? Mér fannst leikritið miklu skemmtilegra en bíómyndirnar og bækurnar.

Hver var uppáhalds persónan þín? Og af hverju? Herra Níels, Lína Langsokkur og hesturinn. Þau gerðu svo margt skemmtilegt.

Einhverjar aðrar persónur sem voru eftirminnilegar eða sérstaklega skemmtilegar? Já, sjóræningjarnir, kennarinn, Tommi og Anna, innbrotsþjófarnir og skólakrakkarnir. Og líka Adolf sterki.

Hvernig fannst þér leikararnir standa sig? Mjög vel. Mér fannst Lína best og einn sjóræninginn sem heitir Hjörtur og er frændi minn.

Hvernig fannst þér sviðsmyndin og búningarnir? Mjög flott. Mér fannst búningurinn hans Herra Níelsar flottastur.

En tónlistin? Skemmtileg. Sjóræningjalagið var skemmtilegast.

Hvað stóð að þínu mati upp úr í sýningunni? Mér fannst flott þegar kviknaði í húsinu en skemmtilegast var þegar skólakrakkarnir komu með borðin á hlaupahjóli.

Myndirðu mæla með þessari sýningu fyrir aðra krakka og ef já, hvers vegna? Já, af því að krökkum finnst Lína skemmtileg og þetta er líka eiginlega nýtt leikrit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×