Viðskipti innlent

Skattaaðallinn greiðir tvöfalt meira en síðustu ár

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Eins og sjá má hafa greiðslur efstu 10 skattgreiðendanna tvöfaldast.
Eins og sjá má hafa greiðslur efstu 10 skattgreiðendanna tvöfaldast.
Athyglisvert er að skoða yfirlit ríkisskattstjóra um einstaklingsálagningu síðastliðin þrjú ár.

Þegar tölurnar eru bornar saman kemur í ljós að efstu tíu einstaklingarnir á listunum greiða meira en tvöfalt hærri upphæð árið 2014 en árin 2013 og 2012 til samans.

Árið 2014 greiddu efstu tíu einstaklingarnir tvo milljarða og 303 milljónir. Til samanburðar greiddu tíu efstu árin 2012 og 2013 samtals tvo milljarða og 275 milljónir, eða rúmum 25 milljónum minna en árið 2014 eitt og sér.

Helsta tölfræði varðandi greiðslur skattaaðalsins til hins opinbera árið 2012.
4,5 milljarðar á þremur árum

Á þessum þremur árum, 2012, 2013 og 2014 greiddu efstu tíu einstaklingarnir á listum skattstjóra samtals heila fjóra milljarða og 579 milljónir króna.

Það er upplýsandi að skoða hvað slíkar upphæðir þýða fyrir ríkisreksturinn.

Til dæmis má nefna að árið 2013 greiddi íslenska ríkið tæplega 903 milljónir króna í rekstrarframlag til Strætó bs.

Helsta tölfræði varðandi greiðslur skattaaðalsins til hins opinbera árið 2013.
Ljóst er að skattgreiðslur þeirra sem verma tíu efstu sætin á lista ríkisskattstjóra 2013 hefðu meira en dugað til þessa rekstrarframlags.

Fastagestir listans

Fjárfestirinn Skúli Mogensen kemur fyrir á listanum öll árin þrjú.

Samtals greiðir hann á þessum þremur árum 221,486,450 krónur, rúma 221 milljón króna.

Gigtarlæknirinn Arnór Víkingsson birtist einnig öll þrjú árin á listanum, en skattgreiðslur hans nema samtals um það bil 240 milljónum króna.

Helsta tölfræði varðandi greiðslur skattaaðalsins til hins opinbera árið 2014.
Guðbjörg M. Matthíasdóttir eigandi Ísfélagsins er einnig fastagestur á skattalistanum. Þessi þrjú ár greiðir hún heila 641 milljón króna í skatt.


Tengdar fréttir

Nágrannar á skattalistanum

Tveir af þeim þrjátíu sem greiða mestan skatt á Íslandi, samkvæmt útreikningum ríkisskattstjóra, eru nágrannar og eru um 300 metrar á milli heimila þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×