Innlent

Sextíu daga fangelsi fyrir að nefbrjóta kærustuna sína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Refsingu var frestað og verður hún látin niður falla eftir þjrú ár haldi ákærði skilorð.
Refsingu var frestað og verður hún látin niður falla eftir þjrú ár haldi ákærði skilorð.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að slá kærustu sína með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Einnig tók hann það harkalega um úlnlið hennar að konan marðist.

Ákærði neitaði sök en dómarinn taldi læknisvottorð sanna að hann hefði slegið konuna og gripið um úlnlið hennar. Frásögn hans af rifrildi í bíl sem leiddi til þess að ákærði sló konuna þótti ósennileg og var hann því fundinn sekur.

Þar sem maðurinn hafði ekki áður gerst brotlegur þótti hæfileg refsing sextíu fangelsi. Refsingu var frestað og mun hún falla niður eftir þrjú ár ef maðurinn heldur skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 250.000 krónur í bætur auk alls málskostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×