Erlent

„Selfie“ leiddi til ákæru

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Styttan dregur nafn sitt af Herkúlesi en borgin Cremona er sögð hafa verið stofnuð af þjóðsöguhetjunni.
Styttan dregur nafn sitt af Herkúlesi en borgin Cremona er sögð hafa verið stofnuð af þjóðsöguhetjunni. mynd/twitter
Tveir ferðalangar á Ítalíu eiga yfir höfði sér ákæru vegna skemmda sem urðu á sögufrægri höggmynd í borginni Cremona á mánudag er þeir reyndu að taka af sér sjálfsmynd.

Ferðamennirnir eru sagðir hafa klifrað upp listaverkið með þeim afleiðingum að efsti hluti þess brotnaði af og eyðilagðist. Lögregla segir að um skemmdarverk sé að ræða og vinnur nú að því að meta tjónið, sem þó sé ómetanlegt.

Styttan varð til í byrjun 17.aldar og hefur verið hálfgert kennileiti borgarinnar síðan þá. Hún ber heitið Statua dei due Ercole eða Herkúlesarnir tveir.

Ekki hefur verið greint frá þjóðerni mannanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×