Enski boltinn

„Pressan er öll á hinum liðunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. vísir/getty
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leiceister, segir að pressan sé mun meiri á stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni en á leikmönnum hans. Liðið er sem stendur í efsta sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á undan næsta liði.

Leicester mætir Arsenal í hádegisleiknum á sunnudaginn og fer leikurinn fram á Emirates leikvanginum í London.

„Pressan er öll á hinum liðunum og alls ekki á okkur,“ sagði Ranieri á blaðamannafundi í gær.

„Þau eiga allan þennan pening og við ekki. Það er augljóst hvar pressn er. Af hverju ætti ég að taka einhverja pressu inn á mig? Við erum bara að upplifa draum með okkar aðdáendum.“

Leicester vann magnaðan sigur á Manchester City um síðustu helgi, 3-1 á heimavelli City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×