Lífið

„Peningar koma og fara. Ég tala um það að tapa öllu þegar menn tapa heilsunni, vinum og fjölskyldu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Geirsson og kærastan hans Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir.
Logi Geirsson og kærastan hans Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir. vísir
„Ég var eins og alþjóð tók eftir á skjánum hjá landsmönnum á Rúv á meðan EM stóð. Þar fór allt á hliðina þegar ég mætti með gullbindið og allt fór á flug í kjölfarið,“ segir Logi Geirsson í stöðufærslu á Facebook en þessi fyrrverandi atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Hann var í ítarlegur forsíðuviðtali í DV fyrir helgi og opnaði sig töluvert.

„Síminn stoppaði ekki og ég ákvað eftir nokkur ár í svona hálfgerðri fjölmiðlaútlegð að gefa aðeins af mér. Var mikið í útvarpi, sjónvarpi og meira að segja forsíðuviðtalið á DV. Það viðtal hefur gefið af sér margar fyrirsagnir og ein af þeim er kannski ekki alveg rétt og það er ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa færslu. Þar var fyrirsögn „Ég tapaði öllu,“ segir Logi en hann talar um í samtali við DV að hafa tapað gríðarlegum fjármunum á fasteignabraski í Þýskalandi.

„Ég myndi segja að á árunum 2008 og 2009 hafi ég getað sagst eiga pening. En út af fasteignabraskinu þá hef ég þurft að vinna mig upp aftur, alveg frá núlli. Eiginlega úr mínus. Það fór allt,“ segir hann í samtali við DV.

„Ég var búinn að sjá fyrir mér að ég kæmi heim með hundruð milljóna á reikningnum. Að ég ætti nokkrar íbúðir úti í Þýskalandi og væri vel stæður eftir tíu ár í viðbót í atvinnumennskunni. Sem ég sá fyrir mér að spila. En svo var þessu öllu kippt undan mér. Allt gerðist á sama tíma. Ég meiðist og íbúðavesenið byrjar.“

„Mig langar aðeins að leiðrétta þetta. Vissulega tapaði ég peningum. En það þýðir þó ekki að maður tapi öllu. Peningar koma og fara. Ég tala um það að tapa öllu þegar menn tapa heilsunni, vinum og fjölskyldu. Ég birti því hérna mynd af mér og konunni minni á fyrsta stefnumótinu okkar sem var fyrir nákvæmlega 7 árum síðan,“ segir Logi á Facebook.

Mig langar að segja nokkur orð ;)Ég var eins og alþjóð tók eftir á skjánum hjá landsmönnum á Rúv á meðan EM stóð. Þar...

Posted by Logi Geirsson on 1. febrúar 2016

Tengdar fréttir

Logi Geirsson hitaði upp byssurnar fyrir útsendingu - Myndband

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV og fyrrum landsliðsmaður, hefur farið á kostum í EM-stofunni á RÚV síðustu daga og var enginn undantekning á því í gærkvöldi þegar Króatía slátraði Íslandi og sendi strákana okkar heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×