FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:17

Gríđarmiklar sprengingar í vopnageymslu í austurhluta Úkraínu

FRÉTTIR

„Paul hefur átt erfiđa viku“

 
Fótbolti
10:21 26. MARS 2016
Myndin sem var tekin af Gasgoicne í morgun.
Myndin sem var tekin af Gasgoicne í morgun. MYND/FACEBOOK

Paul Gasgoicne virðist á slæmum stað ef mið er tekið af myndum sem birtust í enska götublaðinu The Sun í morgun og má sjá fyrir neðan.

Gasgoicne er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem England hefur átt en hann hefur staðið í erfiðri baráttu við Bakkus um árabil.

Eftir að myndirnar birtust í The Sun birti umboðsskrifstofa hans mynd af honum sem var tekin í morgun. Þá var hann á heimili sínu og á batavegi eftir „að hafa átt erfiða viku.“

„Myndirnar í The Sun voru slæmar. En hann var ekki lagður inn á sjúkrahús eins og fullyrt er. Hann fór heim og hefur verið að stunda líkamsrækt. Hann er að styrkjast og ætlar sér að komast aftur á beinu brautina.“

Gary Mabbutt, fyrrum liðsfélagi hans hjá Tottenham, segir að það sé sterkt stuðningsnet í kringum Gascoigne en það sé ávallt hætta á bakslagi hjá áfengissjúklingum eins og honum.
Paul has had a bad week. This photograph is of him at 8.10 this morning. The Sun photos were bad but this is two days...

Posted by A1 Sporting Speakers on Saturday, March 26, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / „Paul hefur átt erfiđa viku“
Fara efst