Lífið

„Orðin pínulítið stressuð en á sama tíma nett óþolandi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lilja Katrín fékk heimsókn frá forsetanum fyrir nokkrum mánuðum og brast í grát. Þá hafði hún staðið og bakað í 24 klukkustundir.
Lilja Katrín fékk heimsókn frá forsetanum fyrir nokkrum mánuðum og brast í grát. Þá hafði hún staðið og bakað í 24 klukkustundir.
„Ég ætla ekki að neita því að ég er orðin pínulítið stressuð en á sama tíma nett óþolandi á internetinu. Ég biðst formlega afsökunar á því,“ segir ástríðubakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir, konan á bak við bökunarbloggið blaka.is.

Lilja stendur yfir söfnun á Karolina Fund þar sem hún safnar fyrir útgáfu bökunarbiblíu. Aðeins fjórir dagar eru eftir af söfnuninni og á Lilja heftir að safna um helming af 4500 Evra takmarki sínu.

„Þannig að nú sit ég hér í vinnunni og bomba út betlpóstum hægri vinstri og krossa fingur að ég nái að safna þessari upphæð. Maðurinn minn, Guðmundur R. Einarsson, fór meira að segja svo langt að bjóða þeim sem héti á mig 1000 Evrum fría vefþjónustu í kaupbæti. Já, við erum nett örvæntingarfull, en það er bara krúttlegt,“ segir Lilja en hún á og rekur veffyrirtækið Vefgerðin með eiginmanni sínum.

En hvað gerist ef takmarkinu verður ekki náð?

„Þá fer ég pottþétt að gráta ofan í sykurkarið og borða þyngd mína í smjörkremi eina kvöldstund. Svo bara dusta ég af mér kolvetnisvímuna og held áfram að reyna að láta draumana rætast. Það þýðir ekkert annað!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×