Viðskipti innlent

„Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum“

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Iceland Watch, þrýstihópur sem talinn er fjármagnaður af bandarískum fjárfestingarsjóðum sem telja ríkisstjórnina hafa brotið á sér, birtir flennistóra auglýsingu í dag með mynd af seðlabankastjóra. Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum segir utanríkisráðherra.

Í auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu er varpað fram spurningunni hver greiði fyrir opinbera spillingu og mismununarreglur á Íslandi. Stjórnvöld telja að sjóðirnir Eaton Vance og Autonomy standi að baki fjármögnun á þrýstihóponum Iceland Watch sem kostar auglýsingarnar. 

EFTA lýsti í gær yfir stuðningi við þá ákvörðun íslenska ríkisins að læsa aflandskrónueign bandarísku fjárfestingarsjóðanna inni á vaxtalausum reikningum þar þeir sættu sig ekki við niðurfærslu eigna sinna í lögum sem Alþingi samþykkti fyrr í vor en tilgangur afskriftanna var að verja fjármálastöðugleika á Íslandi.

„Þessi aðför gegn íslenskum hagsmunum er gjörsamlega ólíðandi. Þeir hafa beitt sér gegn alþjóðlegu matsfyrirtækjunum, gegna eftirlitsstofnun EFTA og gagnvart fræðimannasamfélaginu. Ekkert af því sem þeir eru að gera hefur skilað nokkrum árangri. Einkunn Íslands hjá hefur hækkað og er komin í A-flokk þrátt fyrir að þessir aðilar hafi beitt sér með þessum hætti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Lilja segir að EFTA hafi svo gott sem vísað kvörtun sjóðanna frá. „Það sem við höfum gert er að setja hagsmuni íslensks almennings og fyrirtækja á undan þessum aðilum og það er það sem þeim mislíkar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×