Lífið

"Okkur langaði að halda almennilegt afmælispartí"

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á myndina til að skoða albúmið í heild sinni.
Smelltu á myndina til að skoða albúmið í heild sinni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir utan kaffihús Te & Kaffi á Laugavegi á laugardaginn í tilefni af 30 ára afmæli fyrirtækisins.  Boðið var upp á afmælisköku, frappó og íste smakk og allir krakkar sem áttu leið hjá fengu gefins blöðrur. Jazzbræðurnir Ómar og Óskar spiluðu ljúfa tóna og afmælið endaði á taktföstum trumbuslætti mega bongó bandsins Bangoura Band.

Okkur langaði að halda almennilegt afmælispartí og gleðja viðskiptavini okkar og aðra sem áttu leið hjá," segir Ása Ottesen markaðsfulltrúi Te & Kaffi.

Við höfum verið að fagna afmælinu með ýmsu móti á árinu en við byrjuðum að selja Kaffi Gull sem er fyrsta blanda Te & Kaffi. Einnig gáfum við út afmælisbók sem segir sögu fyrirtækisins í máli og myndum," segir Ása.

Ingþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, Sigmundur Dýrfjörð eigandi Te & Kaffi og Ingimar Jónsson forstjóri Pennans.
Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & Kaffi með dóttur sinni Maríu og Halldóri Reykdal viðskiptastjóra Pipar og grafíska hönnuðinum Öggu Jónssdóttur.
Kristín María Dýrfjörð markaðsstjóri Te & Kaffi bauð upp á íste.
Bangoura Band fékk gesti og gangandi til þess að dansa.
Ómar og Óskar spiluðu af mikilli innlifun.
Afmælisgestir fengu smakk af dásamlegu íste og karamellufrappó.
Sunna Rós Dýrfjörð verslunarstjóri Te & Kaffi gaf kátum krökkum blöðrur.
Fjölmiðlakonan Inga Lind skemmti sér vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×