Lífið

„Off-venue“ stemning í Eyjum alla helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjörið er hafið út í Eyjum.
Fjörið er hafið út í Eyjum. vísir/óskar
Það verður ekki bara fjör í Herjólfsdal um helgina því fjöldi listamanna kemur fram á 900Grill & Vinaminni alla helgina og verður einskonar „off-venue" dagskrá sem Nova & Tuborg standa fyrir.

Nauðsynlegt er að hita upp fyrir stemninguna í Brekkunni og nú er svo sannarlega búið að tryggja þá upphitun fyrir þann mikla fjölda sem leggur leið sína í Heimaey á næstu dögum.

Dagskráin hefst formlega á morgun kl. 16:00 þegar Land & Synir stíga á svið á 900Grill og DJ Gunni & gestir á Vinaminni. Á laugardag & sunnudag hefst dagskráin kl. 13:00 á báðum stöðum þar sem m.a. koma fram Tríó Margeirs Ingólfssonar ásamt Unnsteini Manúel og Ásdísi Maríu, Ingó Veðurguð ásamt gestum, DJ Margeir og DJ Gunni & gestir.

Dagskrána í heild sinni má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×