Erlent

"Óði hundurinn“ heitir yfirgnæfandi viðbrögðum beiti N-Kórea kjarnorkuvopnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/EPA
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur heitið því að beiti Norður-Kóreu kjarnorkuvopnum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum muni viðbrögðin verða „yfirgæfandi og fljótvirk“. BBC greinir frá.

Þetta kom fram í máli Mattis, sem kallaður er „Mad Dog“ eða „Óði hundurinn“, í heimsókn sinni til Suður-Kóreu. Þar hét hann áframhaldandi hernaðarstuðningi við ríkið en töluverður fjöldi bandarískra hermanna er í Suður-Kóreu.

Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og framkæmdi fimmtu kjarnorkuvopnatilraun sína á síðasta ári, þrátt fyrir hörð andmæli alþjóðsamfélagsins.

Mattis hét áframhaldandi hernaðarstuðningi Bandaríkjanna við Japan og Suður-Kóreu gegn hernaðaruppbyggingu Norður-Kóreu. Var hann afdráttarlaus um hver viðbrögð Bandaríkjanna yrðu ef Norður-Kóreu myndi beita kjarnorkuvopnum.

„Árás á Bandaríkin eða bandamenn okkur verður brotin á bak aftur. Viðbrögðin við notkun kjarnorkuvopna verða yfirgæfandi og fljótvirk,“ sagði Mattis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×