Innlent

„Nú er tækifæri til að breyta“

Samúel Karl Ólason skrifar
Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi.
Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi.
Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé tíminn til að breyta og byrja upp á nýtt. Þetta sagði hún í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag, þar sem hún lagði áherslu á að mikilvægt væri að auka fjárveitingar til heilbrigðisþjónustunnar.

Oddný sagði að mörg tækifæri stæðu nú opin og þar á meðal væri tækifæri til að taka á spillingu og sérhagsmunagæslu á Íslandi og að bæta kjör og jafnrétti.

„Það er nefnilega ekki lögmál að á Íslandi þurfi alltaf að hafa lakari kjör en á öðrum Norðurlöndum. Það er engin haldbær ástæða fyrir því að við eigum að sætta okkur við að fólkið okkar fái ekki bestu heilbrigðisþjónustu í heimi, að við getum ekki séð til þess að eldri borgarar hafi það gott, að barnafjölskyldur þurfi að vera á vergangi á erfiðum húsnæðismarkaði, eða að góðærið nái bara til fárra stétta,“ sagði Oddný.

Ræðu hennar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×