Viðskipti innlent

Neytendastofa bannar DV að auglýsa „frían“ iPad með áskrift

ingvar haraldsson skrifar
Fyrrum húsnæði DV við Tryggvagötu 11. Ritstjórn DV flutti í Kringluna eftir að Eggert Skúlason tók við sem ritstjóri.
Fyrrum húsnæði DV við Tryggvagötu 11. Ritstjórn DV flutti í Kringluna eftir að Eggert Skúlason tók við sem ritstjóri. Vísir
Neytendastofa hefur bannað DV að auglýsa „frían“ iPad og iPad „í kaupbæti“ með rafrænni áskrift og lagt 300 þúsund króna stjórnvaldssekt á DV.

DV hefur að undanförnu boðið iPad og rafræna áskrift að DV á 2.998 krónur með 36 mánaða skuldbindingu. Neytendastofa bendir á að með vefáskrift 1 á vefsíðu DV sé hægt að fá rafræna áskrift á 895 krónur á mánuði fyrstu þrjá mánuðina og 1.790 krónur á mánuði eftir það.

Verðmunurinn á þessum tveimur áskriftarleiðum er 334,9% fyrstu þrjá mánuðina og 167,5% eftir það. Því sé ekki hægt að segja að um iPadinn sem fylgir áskrift sé frír.

Þetta brjóti gegn lög­um um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu og reglu­gerð um viðskipta­hætti að mati Neytendastofu og því hafa auglýsingarnar verið bannaðar og fyrrnefnd stjórnvaldsekt lögð á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×