Erlent

„Neverland“ til sölu á 13,5 milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Poppstjarnan Michael Jackson keypti Neverland á 19,5 milljónir árið 1987.
Poppstjarnan Michael Jackson keypti Neverland á 19,5 milljónir árið 1987. Vísir/Getty
Búgarðurinn Sycamore Valley Ranch í Kaliforníu er kominn á sölu og er falur á 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,5 milljarða króna.

Búgarðurinn var áður heimili poppstjörnunnar Michael Jackson og gekk þá undir nafninu Neverland.

Í frétt Daily Mail segir að lóðin sé tæpir 1.100 hektarar að stærð með 22 byggingum á henni, þar á meðal 1.100 fermetra heimili með sex svefnherbergjum og híbýli fyrir starfsfólk.

Félag sem keypti skuldir Jackson að honum látnum hefur nú í fyrsta sinn sett búgarðinn á sölu, en þó er búið að fjarlægja margt af því sem Jackson hafði látið setja upp á lóðinni, þar á meðal skemmtigarð.

Jackson keypti Neverland á 19,5 milljónir árið 1987, en flutti út árið 2005 eftir að dómstóll sýknaði hann af því að hafa misnotað börn á búgarðinum.

Sycamore Valley Ranch er staðsettur rétt fyrir utan Santa Barbara í Kaliforníu.

Vísir/getty

Tengdar fréttir

Poppkóngurinn lifir

Fimm ár eru síðan poppkóngurinn Michael Jackson lést fyrir aldur fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×