Innlent

„Mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hreinsa sig af þessum ásökunum“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Háskólinn í Debrecen. Emma Caroline stundaði nám við skólann er árásin átti að hafa verið framin.
Háskólinn í Debrecen. Emma Caroline stundaði nám við skólann er árásin átti að hafa verið framin. VÍSIR/GETTY
Emma Caroline Fernandez, íslenskur læknir sem á miðvikudag var dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás í Ungverjalandi, hefur áfrýjað dómnum. Þetta staðfestir verjandi  hennar, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir í samtali við fréttastofu.

Emmu var gefið að sök að hafa í Debrecen árið 2012  byrlað skólasystur sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Hún segir meint fórnarlamb sitt hafa sviðsett atvikið.

Undrast niðurstöðuna

Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Emma hafi verið ákærð fyrir tilraun til manndráps. Ingibjörg segir það ekki rétt – heldur hafi hún verið ákærð fyrir alvarlega líkamsárás. Hún segir jafnframt annmarka hafa verið á rannsókninni og sönnunargögnum verulega ábótavant. Því furðar hún sig á því að Emma hafi hlotið dóm.

„Við eigum eftir að fá enska þýðingu á dómnum þannig að við vitum ekki alveg rökin sem dómari notar í máli sínu,“ segir Ingibjörg. Búist sé við enskri þýðingu á næstu vikum.

„Miðað við það sem maður á að venjast í íslensku réttarfari þá í rauninni má segja að á þeim grundvelli þeirrar sönnunargagna og þeirra vitnaleiðsla sem ég fylgdist með þá var það mikill vafi í málinu að það hefði átt að sýkna hana,“  segir hún. Því hafi dómnum verið áfrýjað.

 „Það er búið að áfrýja og umbjóðandi minn heldur fram sakleysi sínu. Hún mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hreinsa sig af þessum ásökunum.“

Emma Caroline starfaði sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar til henni var veitt leyfi frá störfum vegna málsins í október. Ráðningasamningur hennar rann út um áramótin og hefur ekki verið endurnýjaður.


Tengdar fréttir

Læknir ekki framseldur þótt hún yrði dæmd sek

Íslenskur læknir, sem grunaður er um mortilraun í Ungverjalandi, segir að um sviðsettan glæp sé að ræða. Konan starfar hér á landi. Verjandi segir rannsókninni vera ábótavant. Íslenskir ríkisborgarar eru ekki framseldir til annarra landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×