Fótbolti

„Mjög snjallt hjá Kolbeini“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn með Adríönu Ósk eftir sigurinn gegn Englandi.
Kolbeinn með Adríönu Ósk eftir sigurinn gegn Englandi. Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að allir leikmenn liðsins séu heilir og ekkert annað í stöðunni en að þeir verði klárir í slaginn þegar okkar menn mæta Frökkum á Stade de France í París á sunnudaginn.

„Það eru allir heilir og mjög glaðir,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum.

Athygli vakti í leiknum gegn Englendingum að þegar skipta átti Jóni Daða Böðvarssyni af velli í síðari hálfleik þá greip Kolbeinn tækifærið og bað um skiptingu. Fór svo að Kolbeinn fór af velli í stað Jóns Daða.

„Kolbeinn vildi bara koma af velli, sá að það var framherji að fara af velli. Hann var þreyttur og þetta var snjallt af honum,“ sagði Heimir við blaðamenn í dag. Það skipti þá þjálfarana engu máli hvor færi útaf. Báðir hefðu lagt mikið á sig og eðlilegt að sá þreyttari færi útaf.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×