Innlent

„Mjög blint og alls ekkert ferðaveður“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Suðaustan stormur gengur nú yfir landið með tilheyrandi ófærð.
Suðaustan stormur gengur nú yfir landið með tilheyrandi ófærð. Vísir/Vilhelm
Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði og Sandskeiði, en lokað var fyrir umferð um heiðina, Þrengslin og Sandskeið um hádegi í dag.

„Við höfum kallað út björgunarsveitir bæði frá höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall. Þær eru bara að aðstoða ökumenn. Það eru nokkrir fastir og út af bæði á Sandskeiði og á Hellisheiðinni. Það er mjög blint og alls ekkert ferðaveður“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Suðaustan stormur gengur nú yfir landið. Mjög hvasst er á Suður-og Vesturlandi en síðdegis mun byrja að hvessa norðan-og austanlands.

Uppfært klukkan 14:15: Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi í dag.

Sjá nánar á veðurvef Vísis.


Tengdar fréttir

Búist við stormi um allt land í dag

Hvessa mun með morgninum sunnan- og vestanlands með snjókomu, einkum á fjallvegum, en síðar slyddu eða rigningu á láglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×