Handbolti

„Mín túlkun er að Dagur hætti“

Eiríkur Stefán Ásgeirssojn skrifar
Dagur er vinsæll í Þýskalandi.
Dagur er vinsæll í Þýskalandi. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson gæti hætt sem þjálfari þýska landsliðsins í handbolta eins og fjallað hefur verið um í vikunni.

Dagur er samningsbundinn til 2020 en uppsagnarákvæði er í samningnum sem hann getur nýtt sér í sumar.

„Eins og ég túlka það sem hefur verið sagt þá tel ég að það sé ákveðið að Dagur muni hætta,“ sagði Daniel Stephan í viðtali við þýska fjölmiðla um málið.

Stephan spilaði með þýska landsliðinu um árabil og vann silfurverðlaun með liðinu á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.

Sjá einnig: Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag

„Það væri mikil synd því hann ber ábyrgð á þessum mikla uppgangi þýska landsliðsins. Þetta væri mikill missir en landsliðið heldur áfram án hans.“

Þjóðverjar hafa sett sér það markmið að vinna gull á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 en samningur Dags gildir fram yfir þá leika.

„Það verður samt að reyna að ná settum markmiðum en það verður án nokkurs vafa erfiðar án hans.“


Tengdar fréttir

Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu

Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×