Innlent

„Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/SKJÁSKOT
„Ég fer næstum því að gráta, af því þetta er draumurinn minn og mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast og kannski mun hann rætast,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára gamall drengur, sem bjó til myndband þar sem hann sagði frá draumi sínum. Draumur Brynjars er að fara í Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu.

Móðir Brynjars, Bjarney Lúðvíksdóttir, tók upp myndband þegar hún sótti hann í skólann í gær og sagði honum frá því að Stöð 2 ætlaði að taka viðtal við hann og sýna í kvöldfréttum. Brynjar Karl var ánægður með það.

Hann er sömuleiðis ánægður með það hversu margir hafa líkað við myndbandið sem hann bjó til fyrr í vikunni. Þegar myndbandið var tekið upp höfðu 314 líkað við myndbandið en ellefu þoldu það ekki. Hann var ánægður með það og ætlaði að reyna að lesa kummælin við myndbandið sem voru þá orðin 107.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa hátt í 600 manns líkað við myndband Brynjars.

Hér að neðan má sjá viðbrögð Brynjars Karls þegar hann heyrði af Stöðvar 2 fréttinni.

)

Tengdar fréttir

Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND

"Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×