"Martial getur orđiđ frábćr framherji“

 
Enski boltinn
18:15 26. JANÚAR 2016
Anthony Martial.
Anthony Martial. VÍSIR/GETTY

Daley Blind, leikmaður Manchester United, trúir að liðsfélagi hans, Anthony Martial, verði einn besti framherji heims áður en fram líða stundir.

Martial kom til Manchester United frá Mónakó í september og mun kosta í heildina 50 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.

Hann skoraði í fyrsta leiknum sínum á móti Liverpool og er í heildina búinn að skora átta mörk í 27 leikjum fyrir United.

„Það var vel gert hjá honum að skora í sínum fyrsta leik með þetta kaupverð á bakinu,“ segir Daley Blind í viðtali á heimasíðu Manchester United.

„Hann er virkilega hæfileikaríkur. En hann er líka ungur og því má ekki gleyma. Við sjáum það samt á æfingasvæðinu og í leikjum hversu mikill gæðaleikmaður hann er.“

„Ef hann heldur áfram að leggja jafn hart að sér og hann gerir núna og bætir sig í hverri viku getur hann orðið frábær framherji,“ segir Daley Blind.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / "Martial getur orđiđ frábćr framherji“
Fara efst