Erlent

„Mamma þín dó í gær“

Samúel Karl Ólason skrifar
Umfangsmikill fíkniefnavandi herjar nú á Ohio og fleiri ríki í norðausturhluta Bandaríkjanna. Rúmlega þrjú þúsund manns létu lífið úr of stórum skammti í Ohio í fyrra.

Ein þeirra var barnsmóðir Brenden Clark. Hann sagði syni sínum í síðustu viku frá því að móðir hans hefði látist úr of stórum skammti af fíkniefnum. Sonurinn er átta ára gamall, en Clark tók tilkynningu sína upp á myndband.

Faðirinn birti myndbandið svo á Facebook þar sem hann sagði það vera í forvarnarskyni fyrir alla fíkla sem ættu börn. Sjálfur segist hann ekki hafa neytt fíkniefna í þrjá mánuði.

„Ég þurfti að segja átta ára syni mínum að móðir hans hefði dáið úr of stórum skammti í gærkvöldi,“ skrifar hann við myndbandið. Hann segir þetta hafa verið það erfiðasta sem hann hafi gert.

„Geriði það, sækið ykkur hjálpar svo börnin okkar þurfi ekki að þjást.“

Frá því að myndbandið var birt fyrir viku síðan, hafa 35 milljónir horft á það.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×