Innlent

„Maður ætlaði ekki að trúa þessum tölum“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Egilsstaðaflugvelli
Frá Egilsstaðaflugvelli Vísir/GVA
Matthías Páll Imsland, formaður starfshóps sem skipaður var til að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum, segir ábatann af því að dreifa millilandaflugi hafa komið öllum nefndarmeðlimum á óvart. „Við vissum að ávinningurinn væri mikill en ekki svona mikill.“

Hópurinn, sem skipaður var að tillögu forsætisráðherra, hefur látið vinna fyrir sig greiningarvinnu á mikilvægi beins flugs á áfangastaðina tvo - út frá þjóðhagslegum ávinningi sem og áhrifum þess á nærumhverfi flugvallana.

„Maður ætlaði ekki að trúa þessum tölum," segir Matthías í samtali við Vísi.

Matthías Imslandvísir/ernir
„Beint áætlunarflug á þetta svæði mun líklega hafa gífurleg áhrif á Norðausturland. Við erum að tala um mjög stórar tölur í þessu samhengi sem myndi þýða mikla hreyfingu á hlutunum í landsfjórðungnum. En einnig er ljóst að beint áætlunarflug á Norðausturland mun einnig hafa töluverð þjóðhagsleg áhrif. " 

Hann segir að niðurstöður greiningarvinnunar hafi komið öllum nefndarmeðlimum töluvert á óvart en fulltrúar frá Íslandsstofu, Isavia, innanríkisráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu skipa starfshópinn, ásamt fulltrúum frá ólíkum landshlutum. 

„Það vissu allir að mikilvægi beins flugs væri mikið en áhrifin yrðu jafnvel meiri en fólk gerði ráð fyrir,“ segir Matthías og telur fátt því til fyrirstöðu að hefja beint, reglulegt áætlunarflug til Egilsstaða og Akureyrar. Báðir vellirnir séu í stakk búnir til að taka á móti flugvélum utan úr heimi. Eingungis þurfi að sannfæra flugfélög og ferðaskrifstofur um að velja þessa áfangastaði og til þess þurfi samstillt átak. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×