Erlent

„Litli Messi“ flúinn frá Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Murtaza Ahmadi í treyju frá Lionel Messi.
Murtaza Ahmadi í treyju frá Lionel Messi. Mynd/Unicef
Fjölskylda Murtaza Ahmadi, sem slóg í gegn í Messi treyju úr plastpoka, hefur flúið frá Afganistan. Faðir Ahmadi segir að fjölskyldunni hafi borist hótanir eftir að sviðsljósið lenti á þeim.

Lionel Messi sendi drengnum merktar treyjur og bolta í gegnum UNICEF, eftir að myndin af honum hafði ferið eins og eldur í sinu um internetið.

Fjölskyldan flúði til Pakistan en Mohammad Arif Ahmadi sagði AFP fréttaveitunni að þau hefðu sótt um hjálp frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ahmadi hinn eldri segir að hann langi að komast með fjölskyldu sína til lands þar sem fjölskylda hans geti verið örugg.

Murtaza segist aftur á móti vonast til þess að fjölskyldan fái hæli á Spáni. Þar geti hann spilað fótbolta og slegið í gegn.


Tengdar fréttir

Messi mun hitta krakkann í plastpokabúningnum

Fimm ára drengur frá Afganistan varð heimsfrægur á einum degi þegar mynd af honum í plastpokabúningi merktum Lionel Messi fór sem eldur í sinu um internetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×