Körfubolti

„Líkurnar ansi góðar“ á að Tryggvi verði valinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.
Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður. vísir/getty
Nafn Tryggva Snæs Hlinasonar verður í nýliðavalinu í NBA deildinni á morgun þar sem 60 nýliðar verða valdir inn í deildina.

Saga Tryggva hefur vakið mikla athygli vestanhafs en aðeins eru fjögur ár síðan hinn tvítugi Tryggvi fór að stunda körfubolta.

Hverjar eru líkurnar á því að Tryggvi verði valinn?

„Hann er búinn að standa sig vel á þeim æfingum sem hann er búinn að fara á víðsvegar um Bandaríkin, þannig að maður krossleggur fingur,“ sagði Benedikt Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór Akureyri.

„Ég vil ekki vera að „jinxa“ neitt en ég held að líkurnar séu ansi góðar.“

„Hann heillar allt og alla sem komast í tæri við hann. Menn sjá að hann hefur þennan pakka sem hægt er að vinna með, hann vill bæta sig og tekur tilsögn, er fljótur að læra.“

Benedikt gat ekki logið því að hann hefði séð þessa sögu fyrir, þrátt fyrir að hafa trúað því að Tryggvi ætti möguleika á því að komast í NBA deildina einhvern tíman á ferlinum þá átti hann ekki von á að það gerðist svo fljótt.

„Þetta er náttúrulega bara sturlað,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×