Lífið

„Leiðin okkar á EM 2016“ í hættu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölvi hefur fengið að vera sem fluga á vegg með landsliðinu undanfarin misseri.
Sölvi hefur fengið að vera sem fluga á vegg með landsliðinu undanfarin misseri. Vísir/Valli
„Leiðin okkar á EM 2016“, heimildarmynd sem Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson hafa unnið að undanfarið ár, virðist ekki ætla að fá fjármagn í gegnum söfnun á Karolina Fund nema skjótt skipist veður í lofti.

Níu klukkustundir lifa af söfnuninni og hafa safnast um 11 þúsund evrur, jafnvirði 1,6 milljónum króna, en markmiðið var að safna 40 þúsund evrum eða jafnvirði 5,7 milljónum króna. Þannig hefur 28 prósent markmiðsins náðst.

Sölvi er eðli málsins samkvæmt með strákunum okkar í Tyrklandi þar sem okkar menn spila sinn síðasta leik í undankeppni EM gegn heimamönnum í kvöld. Leikurinn verður vitanlega í beinni textalýsingu á Vísi en hann hefst klukkan 18:45.

Klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt lýkur söfnuninni og fer því hver að verða síðastur til að styrkja framleiðslu myndarinnar eigi hún að vera að veruleika. Söfnunin fer fram hér. 

Uppfært 16.45: Eins og sjá á meðfylgjandi mynd hefur söfnunin tekið talsverðan kipp undanfarin sólarhring.

Eins og sjá á má meðfylgjandi mynd hefur söfnunin tekið mikinn kipp undanfarinn sólarhring.Karolina Fund


Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×