Handbolti

„Kretzschmar barðist gegn því að Dagur yrði ráðinn“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefan Kretzschmar hefur lengi starfað sem handboltasérfræðingur í þýsku sjónvarpi.
Stefan Kretzschmar hefur lengi starfað sem handboltasérfræðingur í þýsku sjónvarpi. Vísir/Getty
Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, finnst ekki mikið til gagnrýni Stefan Kretzschmar koma um málefni Dags Sigurðssonar.

Dagur mun hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands eftir HM í Frakklandi eins og margsinnis hefur komið fram og taka við japanska landsliðinu.

Sjá einnig: Kretzschmar: Sambandið hefði átt að borga Degi meira

Kretzschmar telur að ekki hafi verið nóg gert til að halda degi og gagnrýndi sambandið sérstaklega að hafa ekki keypt út riftunarákvæðið í samningi Dags eftir að Þýskaland varð Evrópumeistari fyrir ári síðan.

„Hvað þetta varðar er ekkert að marka hann [Kretzschmar],“ sagði Hanning í viðtali við Focus online.

Sjá einnig: Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi?

„Stefan Kretzschmar gerði allt sem hann gat fyrir þremur árum síðan að Dagur yrði ekki ráðinn landsliðsþjálfari,“ sagði Hanning enn fremur.

„Það er gott að hann berst svona mikið fyrir honum eftir á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×