Körfubolti

„Konurnar skila minna í kassann fyrir félögin“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þriðja umferð Dominos-deildanna í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið og var Framlengingin sérstaklega viðburðarík.

Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson eru stundum ósammála og standa báðir fastir á sínum skoðunum.

Framlengingin var fín að þessu sinni og voru sérfræðingarnir ekki alltaf sammála. Til að mynda sköpuðust eldfimar umræður um þá staðreynd að dómarar sem dæma í Dominos-deild karla og kvenna fá ekki eins mikið borgað. 

Sérfræðingarnir voru báðir á því að það væri mjög eðlilegt þar sem það komi inn meiri peningur inn í körfuknattleiksdeildirnar karlamegin, það tengdist því ekkert umræðunni um kynin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×