Erlent

„Konur sem þola ekki kynferðislega áreitni eigi ekki heima á vinnustöðum“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Vísir/Getty
Gömul ummæli Donald Trump yngri hafa nú ratað aftur upp á yfirborðið í kjölfar orða sem faðir hans, forsetaefni Repúblíkana, lét falla í garð kvenna. Buzzfeed birti á síðu sinni brot þar sem Trump yngri segir að „konur sem þoli ekki kynferðislega áreitni“ eigi ekki heima á vinnustöðum.

„Ef þú þolir illa sum þeirra vandamála sem eiga sér stað á vinnumarkaðnum þá áttu ekki heima þar,“ sagði Trump yngri í viðtali í útvarpsþættinum The Opie and Anthony Show árið 2013. Hann bætti svo við að slíkar konur ættu frekar að fá sér vinnu á leikskólum

„Þú getur ekki tekið þátt í því að semja um margra milljarða dala samninga ef þú þolir ekki slíkt.“

Í Bandaríkjunum, sem og víðar, er kynferðisleg áreitni á vinnustað ólögleg.

Hér fyrir neðan má heyra umrætt viðtal við Donald Trump yngri í heild sinni en þar má heyra hann kvarta sig sárann yfir kvörtunum kvenna vegna kynferðislegrar áreitni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×