Erlent

"Keep it real" átakið hefst í dag

Internetátakið hefst í dag og verður í þrjá daga
Internetátakið hefst í dag og verður í þrjá daga
Í dag hefst átakið "Keep it real" sem er þriggja daga internetátak þar sem skorað er á öll tískutímarit að hafa að minnsta kosti eina óunna mynd af fyrirsætum í hverju tölublaði. Á bak við átakið standa fjögur samtök SPARK Movement, MissRepresentation, Lovesocial og I Am That Girl.

Notkun forritsins photoshop í tískutímaritum er ekkert nýtt. En nú hafa margir neytendur, aðgerðarsinnar og fólk innan tískuiðnaðarins tekið afstöðu gegn mikilli notkun myndvinnslu og breytinga.

Í apríl á þessu ári tók Julia Bluhmh, 14 ára nemandi, sig til og safnaði 80 þúsund undirskriftum og krafðist þess að tískutímaritið, Seventeen, myndi hafa óunnar myndir af fyrirsætum í hverju blaði. Ritstjóri tímaritsins, Ann Shoket, hafnaði beiðninni.

Í herferðinni býðst fólki að taka þátt á öllum helstu samskiptasíðum, s.s. Twitter, Facebook og Instagram.

Í dag eru notendur Twitter beðnir að tísta beint til tískutímaritanna með að nota merkið #Keep it real. Á morgun er fólk beðið um að blogga á facebook síðu sína hvernig óraunverlegar myndir í tímaritum hafa áhrif og á síðasta degi herferðarinnar, föstudaginn, er fólki boðið að pósta Instagram mynd af "alvöru fegurð" með að nota merkið #KeepItRealChallange.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×