„Jouban getur gert margt til ađ ógna Gunnari“

 
Sport
11:00 15. MARS 2017
Gunnari Nelson er líka margt til lista lagt í búrinu.
Gunnari Nelson er líka margt til lista lagt í búrinu. VÍSIR/GETTY
skrifar frá London

Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni í London á laugardagskvöldið. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Jouban er 35 ára gamall og kom ekki inn í UFC fyrr en árið 2014. Hann hefur unnið fimm af sjö bardögum sínum innan UFC og þar af síðustu þrjá. Jouban hefur verið á uppleið síðustu misseri og gæti heldur betur látið vita af sér með því að vinna Gunnar Nelson.

Sjá einnig: Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn

Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði eða síðan hann rúllaði upp Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí á síðasta ári. Íslenski bardagakappinn þykir betri og líklegri til sigurs en Jouban ber að taka alvarlega.

„Ef Gunnar er eins góður og við höldum þá á hann að taka þetta. Jouban er samt mjög hættulegur andstæðingur. Hann er með góð spörk, er mjög hreyfanlegur og getur gert margt til að ógna Gunnari,“ segir Pétur Marinó Jónsson, UFC-lýsandi Stöðvar 2 Sport og sérfræðingur 365 um blandaðar bardagalistir.

Bardaginn er töluvert stærri fyrir Jouban en Gunnar því Bandaríkjamaðurinn getur líklega komist inn á topp 15 listann í veltivigtinni með sigri á Íslendingnum. Hann mun gera allt hvað hann getur til að vinna óvæntan sigur en ef allt er eðlilegt á það ekki að vera nóg.

„Jouban er að undirbúa sig eins og hann best getur og hann er með frábæra menn í kringum sig. Spurningin er bara hvort það verði nóg. Ég er bara ekki viss um að það sem hann býður upp á verði nóg gegn Gunna. Þetta verður hörku bardagi en Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / „Jouban getur gert margt til ađ ógna Gunnari“
Fara efst