Körfubolti

Íslenska körfuboltalandsliðið upp um þrjú sæti á Eurobasket-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Andri Marinó
Íslenska körfuboltalandsliðið er ekki lengur með lélegasta landsliðið á Evrópumótinu í körfubolta ef marka má nýjasta styrkleikalistann sem er birtur vikulega á heimasíðu Eurobasket.

Íslenska landsliðið hefur lengst verið í neðsta sæti listans en hoppar nú upp um þrjú sæti og upp í 21. sæti eftir að hafa náð öðru sætinu á æfingamóti í Eistlandi um síðustu helgi.

Íslenska liðið fer nú upp fyrir Makedóníu, Bosníu og Holland en íslenska landsliðið hefur unnið Hollendinga tvisvar á síðustu vikum.

Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru flest ofarlega á lista og Serbar komust nú upp upp fyrir Spán og í efsta sætið eftir að hafa unnið tvo sannfærandi sigra á Ísrael án NBA-leikmannsins síns Bogdan Bogdanovic.

Serbía og Spánn eru bæði með okkur í riðli en það eru líka Ítalía (7. sæti), Þýskaland (9. sæti) og Tyrkland (15. sæti). Það er hægt að sjá allan listann hér.

Ísland er nú á leiðinni út á æfingamót í Pólland þar sem liðið spilar þrjá síðustu undirbúningsleiki sína fyrrir komandi Evrópumót.


Tengdar fréttir

Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum

Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag.

Jón Arnór: Ég er vel gíraður

Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×