Lífið

„Í fréttum er þetta helst: Fjármálaráðherra er með typpi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjármálaráðherra og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir skráðu sig fyrir forvitnisakir vefinn Ashley Madison.
Fjármálaráðherra og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir skráðu sig fyrir forvitnisakir vefinn Ashley Madison.
Listamaðurinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson gerir sér mat úr stóra Ashley Madison-málinu sem tengist Bjarna Benediktssyni og einkonu hans Þóru Margréti Baldvinsdóttur.

Fjármálaráðherra og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir skráðu sig fyrir forvitnisakir vefinn Ashley Madison sem komst í heimsfréttirnar nýverið.

Sjá einnig: Fjármálaráðherra skráður á framhjáhaldssíðu

Hugleikur var ekki lengi að henda í eina mynd eftir fréttir dagsins og deilir henni á Twitter.

Hugleikur hefur sinn sérstaka stíl og er nokkuð beittur í gríninu. Inn á myndina skrifar Hugleikur: „Í fréttum er þetta helst: Fjármálaráðherra er með typpi.“ Myndina má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:Bjarni kallaði sig IceHot1 á Ashley Madison

Hakkarar réðust á Ashley Madison vefinn og stálu þaðan upplýsingum um 37 milljónir notenda vefsins sem er fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum.

Nú hafa allir íslenskir miðlar greint frá þessu og mikil umræða skapast um málið á Twitter. Kassamerkin #BjarniMadison og #icehot1 eru að gera allt vitlaust á Twitter.

Fréttablaðið sagði frá því fyrir skemmstu að á meðal þessa notenda hafi leynst 128 Íslendingar og þeirra á meðal hafi verið þjóðþekkt fólk.


Tengdar fréttir

Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann

Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga.

Bizarro Facebook

Martröð: Ég stend fyrir framan spegil með pening um hálsinn og smelli af mynd. Hárið blautt af völdum rigningar og svita. Fer í tölvuna og pósta á vegginn: "42 kílómetrar að baki. Líðan góð.“ Síðan uppfærir sig. Stend upp til að leita að lyklunum. Ég sé að færslan er komin inn. Sest umsvifalaust niður aftur, píri og þurrka augun. Þarna stendur skýrum stöfum: "Mætti skelþunnur í vinnunna.“

Hulunni svipt af framhjáhöldurum

Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×