Innlent

„Hvernig á ég að sleppa lifandi frá þessu?”

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar
„Hluti af mér vissi að ég var ekki að fara að deyja, en annar hluti hugsaði: Hvernig á ég að sleppa lifandi frá þessu?” Þetta segir Sigurður Smári Fossdal sem missti stjórn á bíl sínum rétt við Laxá á Ásum, en líklegast þykir að hann hafi sofnað undir stýri.

Bíllinn fór út af veginum, fór fjölmargar veltur og hafnaði loks á hvolfi ofan í ánni. Það leið ekki á löngu þar til hann fylltist af ísköldu árvatni og Sigurði reyndist ómögulegt að losa öryggisbeltið.

„Það hljómar kannski undarlega en í dag er ég mjög þakklátur fyrir að hafa lent í þessu slysi. Það breytti lífi mínu til hins betra.”

Fjallað verður um bílslysið í sjötta þætti af Neyðarlínunni sem verður sýndur á Stöð 2 á sunnudag kl. 20.10.


Tengdar fréttir

Feðgarnir Kári og Pétur menn ársins

Feðgarnir Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason hafa verið útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu í árlegri kosningu lesenda Húnahornsins.

Ótrúlegar tilviljanir við lífsbjörg í Laxá

Sigurður S. Garðarsson komst lífs af eftir að bíll hans valt og endaði á hvolfi ofan í Laxá á Ásum. Slökkviliðsmaður sá bílveltuna og kom honum til hjálpar. Faðir hans kom síðar að á sjúkrabíl. Rosalega gott að sjá pabba, segir Sigurður.

Snarráður vegfarandi bjargaði mannslífi

Snarráður vegfarandi bjargaði að öllum líkindum mannslífi, þegar hann sá bíl á hvolfi ofan í Laxá á Ásum, skammt frá Blönduósi, í gærkvöldi og kom ökumanninum til hjálpar.

Fólksbíll endaði á hvolfi í Laxá í Ásum

Fólksbíll valt ofan í Laxá í Ásum fyrir utan Blönduós í kvöld. Einn maður var í bílnum og sat hann fastur þangað til að vegfarandi kom honum til hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×