Lífið

„Húðin verður sléttari og litarhaftið breytist“ - sjáðu muninn

Ellý Ármanns skrifar
Á myndinni má sjá greinilegan mun sem orðið hefur á Hrönn við breytt mataræði.
Á myndinni má sjá greinilegan mun sem orðið hefur á Hrönn við breytt mataræði. mynd/hrönn
Hrönn Hjálmarsdóttir rekstarfræðingur og heilsumarkþjálfi, sem vakti athygli á sykurmagni í drykk í vikunni sem leið, birti mynd af sér á Facebooksíðunni sinni sem sjá má hér fyrir ofan en Hrönn er stödd í detoxmeðferð í Póllandi.



Hrönn útbýr sína eigin safa.mynd/hrönn
Ætla að leyfa ykkur að sjá breytinguna

„Þá er komið að því  Ég tók mynd af mér um hádegisbil þann 9. sept síðastliðinn og svo aðra núna eldsnemma í morgun. Á báðum er ég nýkomin uppúr vatninu. Ætla að leyfa ykkur að sjá breytinguna á þessum 10 dögum en ég er sko ekki ein um að breytast svona hérna, heldur allir.  Afeitrun er svo sannarlega rétta orðið, húðin verður sléttari og litarhaftið breytist, augun hvítari, orkan er meiri, þolið er orðið meira og bæði hugur og líkami í jafnvægi.“ 

„Á þessum tíma hef ég borðað að hámarki 600 hitaeiningar á dag í formi grænmetis og safa og ég hef bara einu sinni verið mjög svöng (í hálfan sólahring). Mér er næstum óskiljanlegt hvernig fólk getur ekki haft trú á svona hlutum en það er allt í lagi - mín vegna.  Eigið góðan dag kæru vinir og munið að maturinn er besta lyfið og fyrirbyggjandi líka,“ skrifar Hrönn með myndbirtingunni.




Girnilegt ekki satt?mynd/hrönn
Leyfir sér eitt og annað

Við fengum leyfi hjá Hrönn að birta samanburðarmyndina og spurðum hana í leiðinni hvernig hennar neysluvenjur eru venjulega? „Ég borða alltaf mikið grænmeti en normið er töluvert annað. Ég borða allan mat og reyni eftir fremsta megni að nota mat sem þarfnast ekki innihaldslýsinga. Elda frá grunni og borða lítinn sykur en að sjálfsögðu er ég ekki öðruvísi en margir aðrir og leyfi mér eitt og annað. Þess vegna er svo gott að geta undið ofan af sér með svona dvöl eða hreinsun," svarar Hrönn.

Vefsíða Hrannar en hún býður upp á fyrirlestra um heilsusamlegan lífsstíl.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×