Erlent

„Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“

Erla BJörg Gunnarsdóttir skrifar
vísir/epa/hörður
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast og í fullum gangi. Aftur á móti eigi Tyrkland arfleifð sem líta þurfi til.

„Það þarf að fara aftur á nítjándu öld til að skilja það sem er að gerast, þegar Ataturk breytti Tyrklandi úr íslömsku ríki í veraldlegt, vestrænt ríki. Allar götur síðan hefur verið togstreita milli íslamskra og vestrænna afla í Tyrklandi enda er landið mæraland á milli austurs og vesturs.“

Eiríkur útskýrir að herinn hafi alla tíð litið á það sem sitt hlutverk að vernda arfleifð Ataturks og flytja landið frá íslam. Herinn hafi líka í gegnum tíðina tekið völdin í landinu þegar honum hafi fundist stjórnvöld fara út fyrir mörkin.

„Erdogan forseti hefur hallað sér meira að íslömskum öflum en við höfum séð síðustu áratugi á undan í Tyrklandi. Þess vegna er engin leið að líta á þessa atburði burtséð frá þessari arfleifð,“ segir Eiríkur.

„Erdogan fór í aðgerðir gegn hernum fyrir sex árum og hafði náð ítökum innan hans. Fólk hélt að hann hefði fulla stjórn, þess vegna kemur þetta jafnvel á óvart þótt þetta sé í takt við það hlutverk sem herinn hefur haft í gegnum tíðina. Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×