Innlent

„Helber dónaskapur“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
"Þetta er 3. árið í röð sem sköttum er breytt í ferðaþjónustunni með nánast engum fyrirvara,“ segir Rannveig.
"Þetta er 3. árið í röð sem sköttum er breytt í ferðaþjónustunni með nánast engum fyrirvara,“ segir Rannveig. Vísir/María Björk
Rannveig Grétarsdóttir, sem rekur Eldingu hvalaskoðun og situr í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alla í greininni hafa áhyggjur af tímasetningu skattbreytinga sem settar eru fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta kom fram í Bítinu í morgun.

Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að 12% virðisaukaskattur verði lagður á fólksflutninga í afþreyingarskyni en dæmi um slíkar ferðir eru  hvalaskoðanir og flúðasiglingar.

Rannveig segir það helberan dónaskap að gefa ferðaþjónustunni jafnfáa mánuði til að bregðast við skattbreytingum og raun ber vitni.

„Þetta er 3. árið í röð sem sköttum er breytt í ferðaþjónustunni með nánast engum fyrirvara,“ segir Rannveig.

Rannveig segist vera þeirrar skoðunar að fyrirtæki í ferðaþjónustu eigi að borga virðisaukaskatt, málið snúist ekki um það. Heildarmyndin skipti hins vegar máli og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að vera í sama umhverfi og önnur fyrirtæki. Rannveig veltir því upp þeirri spurningu hvers vegna enn  sé gert ráð fyrir undanþágum frá virðisaukaskatti, til að mynda í heilsutengdri ferðaþjónustu og í laxveiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×