Enski boltinn

„Hazard getur enn þá orðið jafngóður og Messi“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard gat lítið á síðustu leiktíð.
Eden Hazard gat lítið á síðustu leiktíð. vísir/getty
Pedro, framherji Chelsea og fyrrverandi Evrópumeistari með Barcelona, telur að samherji sinn, Eden Hazard, hafi enn allt sem þarf til að verða einn besti leikmaður heims.

Hazard var algjörlega magnaður á fyrstu leiktíð sinni í enska boltanum með Chelsea og var kjörinn leikmaður ársins en í fyrra gekk allt á afturfótunum hjá honum sem og Chelsea-liðinu.

Pedro, sem gekk í raðir Chelsea í fyrra frá Barcelona, hefur fulla trú á belgíska landsliðsmanninum og spáir að hann nái aftur hæstu hæðum.

„Þegar við tölum um Messi erum við að tala um leikmann sem ég tel enn þá að sé bestur í heimi. Hann er á öðru plani en aðrir leikmenn,“ segir Pedro í viðtali við Standard Sport.

„Hazard er virkilega góður leikmaður eins og maður sér bara á tækninni sem hann býr yfir. Hann er enn þá ungur og getur bætt sig þannig einn daginn getur hann orðið einn af þeim allra bestu í heiminum,“ segir hann.

„Það er alltaf erfitt að bera menn saman við mann eins og Lionel Messi en Eden hefur alla burði til að verða jafngóður og hann,“ segir Pedro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×