SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 14:47

Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvađ til ađ japla á

SPORT

„Hann mun reyna ađ djöflast á kallinum“

 
Sport
19:00 16. MARS 2017
skrifar frá London

Það eru tveir dagar í að Gunnar Nelson snúi aftur í búrið og mæti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London þar sem fjör er að færast í leikana

Bardagavikan hófst formlega í dag með svokölluðum fjölmiðladegi. Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust og störðu í augun á hvorum öðrum; Gunnar eins og hann væri nývaknaður en Jouban eins og tískumódelið sem hann er.

Gunnar lauk formlegum undirbúningi fyrir bardagakvöldið í Dyflinni þar sem hann var í nokkrar vikur en eins og alltaf hófst undirbúningur heima á Íslandi.

„Þetta camp var alveg frábært og endaði hrikalega vel þar sem ég fór til Dublin í þrjár vikur. Heima var ég með mjög marga til að æfa á móti sem eru svipaðir og Alan sem hentar mjög vel. Svo eru allir orðnir betri heima sem er gott fyrir mig,“ segir Gunnar Nelson við íþróttadeild.

Niðurskurðurinn gengur vel eins og alltaf en menn eru samt alltaf frekar hungraðir þegar nær dregur bardagakvöldinu.

„Ég er alltaf nálægt þyngdinni þannig séð. Ég er orðinn nokkuð svangur núna. Ég hef ekkert borðað í dag og borðaði þrjár litlar máltíðir í gær. Þetta er samt lítið mál,“ segir hann.

Alan Jouban er hættulegur andstæðingur þrátt fyrir að vera ekki inn á styrkleikalistanum eins og Gunnar en hvernig býst Gunnar við að Jouban komi inn í bardagann?

„Hann mun væntanlega reyna að standa og slá og kýla. Hann er meiri boxari en glímumaður þannig að hann mun vafalítið reyna að halda bardaganum standandi og djöflast á kallinum,“ segir Gunnar Nelson.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / „Hann mun reyna ađ djöflast á kallinum“
Fara efst