Lífið

„Hann er ekki 90 ára svo hann virkar ekki“ - myndband

Ellý Ármanns skrifar
myndir/elly@365.is
Það verður seint sagt að Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona sé húmorslaus þrátt fyrir óheppni hennar í ástum undanfarin ár. Anna Mjöll sló á létta strengi á tónleikunum sem hún hélt í gærkvöldi á Café Rosenberg fyrir fullu húsi.  Sérstakir gestir voru móðir Önnu, Svanhildur Jakobsdóttir söngkona, og trommarinn Dave Weckl.

„Ég er svona með alla! Ég byrja með þeim öllum. En hann er ekki 90 ára svo hann virkar ekki,
“ segir Anna Mjöll í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var á tónleikunum í gær en þar er hún að vísa í samband hennar og bandaríska bílasalans Cal Worthington sem hún giftist árið 2011 og sótti um skilnað í lok sama árs. Bílasalinn lést 92 ára að aldri í september í fyrra. 

Skrollaðu niður til að sjá myndbandið.




Tengdar fréttir

Anna Mjöll að skilja

,,Við erum sennilega betri sem vinir en sem hjón," segir söngkonan.

„Verst að missa pabba“

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur marga fjöruna sopið. Á síðustu þremur árum hefur hún gifst og skilið tvívegis, gengið í gegnum erfitt fósturlát og misst föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×