Íslenski boltinn

„Hana vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mál Þorvaldar er fyrir aganefnd.
Mál Þorvaldar er fyrir aganefnd. mynd/skjáskot
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, neitar því að hafa eitthvað gert af sér þegar hann virtist hafa slegið Reyni Leósson, þjálfara HK, í punginn eftir leik liðanna í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar í fótbolta.

Þorvaldur greip um Reyni eftir 1-1 jafntefli liðanna í Kórnum í byrjun mánaðar og sló Reyni í punginn en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sendi málið fyrir borð aganefndar í síðustu viku.

Ekkert var gert í málinu fyrst um sinn. Það var ekki fyrr en Klara ákvað að vísa hálstaki Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara Fylkis, fyrir aganefnd að mál Þorvaldar flaut með.

Aðspurður um ákvörðun Klöru í viðtali á Fótbolti.net í gærkvöldi eftir bikartap Keflavíkur gegn Fylki sagði Þorvaldur:

„Það er bara hennar ákvörðun. Hana vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Þetta er búið og gert. Það er ekkert meira um það að segja.“

Þegar gengið var á Þorvald og hann spurður hvort hann hefði gert eitthvað af sér svaraði hann: „Nei, nei, nei. Þetta er búið og gert.“

Aganefnd KSÍ virðist vera sammála Þorvaldi að hluta. Hún kom saman á þriðjudaginn og ákvað þar að senda Þorvald ekki í leikbann og ekki heldur Hermann Hreiðarsson. Keflavík og Fylkir voru þó bæði sektuð um 75.000 krónur fyrir framkomu þjálfaranna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×