Erlent

„Hættulegustu mýflugur álfunnar“ komnar til Danmerkur

Atli Ísleifsson skrifar
Flugurnar eru af Culex-ætt og ekki hættulegar einar og sér. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flugurnar eru af Culex-ætt og ekki hættulegar einar og sér. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sérstök tegund mýflugu sem getur smitað fólk af Vestur-Nílarveiki hefur í fyrsta sinn fundist í Danmörku. Í frétt danska ríkisútvarpsins kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem tegundin finnst í Danmörku og að aldrei hafa flugurnar fundist svo norðarlega í álfunni.

Mýflugurnar fundust í miklu magni í votlendi í bænum Greve, suðvestur af Kaupmannahöfn. Flugunum hefur verið lýst sem þeim hættulegustu í álfunni og geta smitað fólki af gulu veikinni, beinbrunasótt, auk Vestur-Nílarveiki.

Helstu einkenni Vestur-Nílarveikinnar eru hár hiti, hausverkur og vöðvaverkir. Smit getur leitt til heilabólgu eða heilahimnubólgu sem leiðir í 4 til 14 prósentum tilvika til dauða, að því er segir í frétt Sydsvenskan. Eldra fólk verður oftast verst úti og ekki eru til nein sérstök lyf til að vinna gegn veikinni.

Flugurnar eru af Culex-ætt og ekki hættulegar einar og sér. Þær geta hins vegar borið smit milli smáfugla þar sem veiran þrífst vanalega. Ef flugan hefur sogið úr fugli smitað blóð getur hún einnig borið veiruna í menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×