Sport

"Guinnes-maðurinn“ hleypur frá Leeds til Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnlaugur Júlíusson.
Gunnlaugur Júlíusson. Vísir/Daníel
Hlauparinn Gunnlaugur Júlíusson úr Ármanni hélt í dag utan til Bretlands þar sem hann mun keppa í 130 mílna hlaupi á milli borganna Liverpool og Leeds.

Hlaupið hefst klukkan sex að morgni laugardags en 55 keppendur frá sex löndum eru skráðir til leiks. Um fyrsta formlega hlaupið á milli borganna tveggja er að ræða.

Gunnlaugur keppti í um 400 kílómetra hlaupi í London síðastliðið sumar. Þá hljóp kappinn tíu maraþon hlaup í röð án þess að sofa á milli. Hafnaði hann í fjórða sæti af þeim 37 keppendum sem hófu hlaupið. Fór hann kílómetrana 400 á um 70 klukkustundum.

Gunnlaugur sagði í viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma að Guinnes bjór hefði verið bjargvættur hans í hlaupinu. Fróðlegt verður að sjá hvort Guinnes-Gunnlaugur fái sér einn kaldan á 210 kílómetra leið sinni frá Liverpool til Leeds.


Tengdar fréttir

Bjórinn var lykillinn

Gunnlaugur A. Júlíusson hljóp tíu maraþon án þess að sofa á Thames Ring-mótinu í London um helgina. Hlauparinn notaði næturnar til að hlaupa á meðan aðrir keppendur hvíldu sig. Almennilegur matur og nóg af bjór kom Gunnlaugi í gegnum rúmlega 400 kílómetra

Gunnlaugur fékk kassa af Guinness við heimkomuna

Hlauparinn Gunnlaugur A. Júlíusson tók þátt á Thames Ring 2013-mótinu í London á dögunum en þá hljóp kappinn tíu maraþon hlaup í röð án þess að sofa á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×