FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 20:30

Pochettino: Útilokađ ađ ég taki viđ Barcelona

SPORT

„Guđmundur á ađ halda starfinu“

 
Handbolti
22:16 27. JANÚAR 2016
„Guđmundur á ađ halda starfinu“
VÍSIR/GETTY

Dan Philipsen segir í pistli sínum á vef TV 2 í Danmörku að Guðmundur Guðmundsson eigi þrátt fyrir allt að halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari Danmerkur.

Dönum mistókst að komast í undanúrslit á EM í Póllandi eftir tap fyrir Þýskalandi í dag og jafntefli gegn Svíum í gær. Fram að því hafði Danmörk unnið alla leiki sína á mótinu.

Sjá einnig: Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt?

„Fíaskó. Versta orð sem íþróttamaður getur fengið í andlitið eftir keppni. En það er ekki hægt að komast hjá því - EM 2016 verður ávallt minnst sem fíaskó fyrir danska landsliðið,“ skrifaði Philipsen.

Hann rifjar upp að Guðmundur hafi uppskorið mikið hrós eftir sigur Dana á Spánverjum á sunnudag og að hann sé enn góður þjálfari. Hann eigi hins vegar enga innistæðu lengur sem landsliðsþjálfari eftir að hafa mistekist að koma einu besta landsliði heims í undanúrslitum á tveimur stórmótum í röð.

Sjá einnig: Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir

„Örlög landsliðsþjálfarans ráðst í vor þegar Danmörk tekur þátt í forkeppni Ólympíuleikanna. Ef Danmörk fer ekki í Ríó er þetta búið fyrir Guðmund Guðmundsson. Hann þyrfti þá að víkja.“

Lestu pistilinn í heild sinni hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / „Guđmundur á ađ halda starfinu“
Fara efst