Lífið

„Grautfúl“ og „drullusvekkt“ að fara ekki áfram

Bjarki Ármannsson skrifar
Friðrik Dór Jónsson og Hera Björk, bakraddasöngvarar í atriði Íslands í Eurovision í kvöld, segja Maríu Ólafsdóttur hafa staðið sig frábærlega í undanúrslitakeppninni. Framlag Íslands, Unbroken, komst ekki áfram í úrslitakeppninna.

„Hópnum hefur liðið betur, ég held að ég geti fullyrt það,“ sagði Hera Björk þegar Davíð Lúther hjá Silent náði tali af henni eftir keppnina í kvöld. „En við erum alveg stolt af því sem við gerðum. Við erum grautfúl samt, það er skemmtilegra að fara áfram.“

Friðrik Dór tekur undir það að Eurovision-teymið sé svekkt að hafa ekki komist áfram.

„Við höfðum trú á því að við værum með nógu gott lag, við vissum að við værum með nógu góðan flytjanda,“ segir hann. „Þannig að auðvitað er svekkelsi í hópnum núna, það eru þrettán mínútur síðan við fórum ekki í gegn. Við erum drullusvekkt, það er bara hreinskilna svarið.“

Hera telur að flutningur Unbroken í kvöld hafi verið sá besti hingað til.

„María glóði alveg eins og gullmoli þarna á sviðinu,“ segir hún. „Allt gekk, hljóðið í eyrunum á okkur var flott og grafíkin og myndvinnslan gekk upp. María negldi þetta. En svo er þetta bara Eurovision og maður bara ræður engu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×